Gæði afla frá smábátaflotanum - Landssamband smábátaeigenda

Gæði afla frá smábátaflotanum


Í hádegisfréttum RÚV í gær sagðist forstjóri Brims, Guðmundur Kristjánsson, hafa fengið kvartanir erlendis frá vegna lélegs fisks sem rekja mætti til strandveiðibáta nú í sumar.  Reyndar gat hann þess í fréttinni að lang stærstur hluti þessa afla væri gott hráefni, en það virðist hafa farið fram hjá flestum. Þá hélt Guðmundur því fram að engin leið væri að rekja frá hvaða bát/bátum þessi fiskur kæmi.

Í kvöldfréttum RÚV í gær kom fram hjá Hjörleifi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Patreksfjarðar að frá þeim markaði mætti rekja hvert einasta kar sem selt væri frá markaðinum til viðkomandi báta og þar pössuðu allir uppá að taka nægan ís til kælingar.

Landssamband smábátaeigenda hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að sé fiskur af dagróðrabátum rétt meðhöndlaður er hann besta hráefni sem völ er á.  Engin afsökun er til fyrir því að vanrækja kælingu og með ólíkindum ef einhverjum dettur til hugar að gera slíkt og hvað þá á heitum sumardögum. 
 
Slík tilvik eru undantekningar, eins og kom skýrt fram í viðtali við Elínu Björgu Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins.
Í viðtalinu sagði hún að strandveiðar hefðu haldið fiskvinnslunni gangandi í sumar og síðustu 11 mánuði hefðu 35 þúsund tonn af fiski verið flutt út óunnin, hráefni sem síðan væri í beinni samkeppni við unnar afurðir frá hérlendum fiskverkunum.  

Elín sagði fjarri lagi að strandveiðarnar skiluðu lélegu hráefni, en meðlimir þeirra samtaka sem hún er í forsvari fyrir eru stærstu kaupendur fisks á mörkuðum af smábátaflotanum og þar með strandveiðibátum.

Hinn 7. júlí sl. birtist hér á heimasíðunni frétt um útgáfu upplýsingaefnis um mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski:


torskur i kari.png 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...