Sjávarútvegsráðstefnan 2010 - Landssamband smábátaeigenda

Sjávarútvegsráðstefnan 2010Sjávarútvegsráðstefnan 2010 verður haldinn dagana 6. og 7. september á Grand Hótel í Reykjavík.

Hugmyndin að Sjávarútvegsráðstefnunni er að skapa samskiptavettvang allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi.  Markmiðið er að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn.

 

Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútegs og vonast er eftir að hún verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka, eins og segir í fréttatilkynningu.

 

Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2010 verður lögð áhersla á umræður um: 

·         markaði og vöruþróun

·         tækifæri til verðmætasköpunar

·         vörumerkið Íslands

·         umhverfismerkingar

·         ferðaþjónusta og sjávarútvegur.

 

 

Sjá nánar:

            Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnununnar.pdf

           

            Úr erindum.pdf
 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...