Strandveiðum þegar lokið á svæðum A, B. Svæði C lokað frá og með þriðjudegi 10. ágúst - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðum þegar lokið á svæðum A, B. Svæði C lokað frá og með þriðjudegi 10. ágúst


Á vef Fiskistofu birtist fyrr í dag tilkynning um stöðvun strandveiða á svæðum A, B og C, en samanlagt ná þessi þrjú svæði frá Eyja- og Miklaholtshreppi norður og austur um til Djúpavogshrepps.  

Svæðum A og B er lokað frá deginum í dag, 5. ágúst sem þýðir að strandveiðibátum á þessum svæðum var heimilt að róa þrjá daga í mánuðinum.  Í tilkynningu Fiskistofu er það hins vegar orðað svo að þessum svæðum sé lokað „frá og með 9. ágúst". 

Svæði C er lokað frá og með þriðjudeginum 10. ágúst.

Hvenær svæði D verður lokað er ekki enn opinbert.  Veiði á því svæði hefur verið afspyrnuléleg þá daga sem liðnir eru af ágústmánuði.  
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...