Aðalfundir - Skalli, Báran, Snæfell og Hrollaugur - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundir - Skalli, Báran, Snæfell og HrollaugurTími aðalfunda er runninn upp.  Á næstu dögum verða haldnir aðalfundir í fjórum svæðifélögum LS.


Skalli - félag smábátaeigenda Hvammstangi - Siglufjörður

24. september verður aðalfundur Skalla.  Fundurinn verður að venju haldinn á Sauðárkróki og hefst kl 14:00.   Formaður Skalla er Sverrir Sveinsson Siglufirði.

 

Báran - félag smábátaeigenda í Hafnarfirði og Garðabæ

25. september blæs Báran til aðalfundar.  Fundurinn hefst kl 10:00 í Kænunni.  Formaður Bárunnar er Jón Breiðfjörð Höskuldsson.

 

Snæfell - félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi

26. september verður aðalfundur Snæfells.  Hann verður haldinn á Hótel Framnesi Grundarfirði og hefst kl. 17:00.   Formaður Snæfells er Alexander Kristinsson Rifi.

 

Hrollaugur - félag smábátaeigenda á Hornafirði

27. september funda Hornfirðingar.  Aðalfundur Hrollaugs verður í Nýheimum og hefst kl 20:00.   Formaður Hrollaugs er Arnar Þór Ragnarsson.

 

Formaður LS og framkvæmdastjóri munu mæta á alla fundina.

 

Félagsmenn Skalla, Bárunnar, Snæfells og Hrollaugs eru hvattir til að fjölmenna á fundina og hafa þannig áhrif á það sem samþykkt verður að beina til 26. aðalfundar LS.


Aðalfundur LS verður í Turninum í Kópavogi 14. og 15. október. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...