Aðalfundir svæðisfélaga - Árborg, Reykjavík, Reykjanes, Klettur, Fontur og Austurland - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundir svæðisfélaga - Árborg, Reykjavík, Reykjanes, Klettur, Fontur og Austurland Svæðisfélög LS halda áfram að boða til aðalfunda.  Næstu fundir eru:


Árborg - aðalfundur félagsins þriðjudaginn 28. september.  Fundurinn verður í Rauða húsinu á Eyrarbakka og hefst kl 20:00.


Reykjavík - aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur verður haldinn í kaffistofu félagsins í Suðurbugt (Verbúð 5) miðvikudaginn 29. september.  Fundurinn hefst kl 20:00.  Vakin er athygli á að meðal þess sem er á dagskrá fundarins eru lagabreytingar.


Reykjanes - aðalfundurinn verður í Salthúsinu í Grindavík nk. föstudag 1. október.   Hann hefst kl 17:00. 


Klettur - heldur aðalfund sinn á Húsavík laugardaginn 2. október.  Fundurinn verður í Sölku og hefst kl 11:00.


Fontur - aðalfundur félagsins verður í Eyrinni á Þórshöfn mánudaginn 4. október.  Fundurinn hefst kl 17:00.


Félag smábátaeigenda á Austurlandi verður á Icelandair Hótelinu á Egilsstöðum þriðjudaginn 5. október.  Fundurinn hefst kl 16:00.

 

Smábátaeigendur er hvattir til að fjölmenna til fundanna, taka þátt í umræðum koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...