Aðalfundur Hrollaugs - vill takmarka línuívilnun við 18 klst. - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur Hrollaugs - vill takmarka línuívilnun við 18 klst.Aðalfundur Hrollaugs 2010 var að venju haldinn 27. september.  Fundurinn var í Nýheimum, menningarmiðstöð Hornfirðinga.  Fjölmörg málefni smábátaútgerðarinnar komu til umræðu á fundinum.  Úr þeim jarðvegi voru samþykktar tillögur til aðalfundar LS.


  • LS beiti sér fyrir því að makrílrannsóknir verði stórauknar og þá sérlega magn hans og fæðuval upp við strendur landsins.

Í greinargerð með tillögunni segir; að á haustmánuðum hafi orðið talsvert vart við makríl inná fjörðum og flóum á Austur- og Norðurlandi.  Lítið hefur verið kannað um hversu mikið magn er að ræða og hvað hann er að éta.


  • LS safni upplýsingum um hversu mikið magn af grásleppu er landað sem meðalafla á uppsjávarveiðiskipum.

Í umræðu með þessari samþykkt kom fram að vísbendingar séu um að umtalsvert magn af grásleppu slæðist með í flottroll við síldar- og makrílveiðar.Fundarmenn voru einhuga um að skora á sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótann um 40.000 tonn.

 

Auk þessa var ályktað um að LS beiti sér fyrir því að:

  • handfæraívilnun verði komið á
  • línuívilnun nái jafnt til allra dragróðrabáta
  • byggðakvóti verði tekinn inn í línuívilnunarpottinn
  • tími verði styttur á línuívilnun úr 24 klst. í 18 klst.

 


Stjórn Hrollaugs skipa eftirtaldir:

            Arnar Þór Ragnarsson formaður

            Unnsteinn Þráinsson gjaldkeri

            Elvar Unnsteinsson ritari

 


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...