Aðalfundur Skalla - ákvarðanir Jóns Bjarnasonar hafa hleypt lífi í sjávarbyggðir landsins - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur Skalla - ákvarðanir Jóns Bjarnasonar hafa hleypt lífi í sjávarbyggðir landsinsSkalli - félag smábátaeigenda á Norðurlandi vestra hélt aðalfund sinn 24. september sl.  Fundurinn var vel sóttur og umræður góðar um fjölmörg málefni sem brenna á smábátaeigendum.

 Skall 1.jpg

Fundurinn fagnaði banni við dragnótaveiðum í Skagafirði og samþykktu af því tilefni eftirfarandi ályktun:

Aðalfundur Smábátafélagsins Skalla haldinn 24. september 2010 fagnar reglugerð útgefinni 31. ágúst 2010 nr. 678/2010 sem bannar dragnótaveiðar innan línu sem dregin er frá Þórðarhöfða í Ásnef í Skagafirði, frá 31. des. 2010 til ágúst 2015.                  

Fundurinn beinir þeim tilmælum til sjávarútvegsráðherra að strax við útfærsluna verði hafnar stöðugar rannsóknir á lífríki svæða sem friðuð verða fyrir dragnótaveiðum, þannig að úr því fáist skorið í eitt skipti fyrir öll hvort um skaðsemi þessa veiðarfæris á lífríkið er að ræða.“

Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um frekari sameiningu ráðuneyta var einnig rædd og því beint til stjórnvalda að vegna mikilvægis sjávarútvegsins væri ekki raunhæft að sameina sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneytið í eitt ráðuneyti.

Skalli 2.jpg

Aðalfundur Skalla samþykkti að lýsa fullum stuðningi við Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  Í ályktun þess efnis segir:

„Með starfi sínu hafi Jón Bjarnason tekið ákvarðanir sem hleypt hafa lífi í sjávarbyggðir landsins og stuðlað að meiri friði um fiskveiðistjórn en verið hefur um langt skeið, m.a. með skipun starfshóps til endurskoðunar á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar“.

 

Stjórn Skalla var einróma endurkjörinn en hana skipa:

Sverrir Sveinsson                        Siglufirði                        formaður

Eðvald Daníelsson                      Hvammstanga             varaformaður

Steinn Rögnvaldsson                  Hrauni                           gjaldkeri

Sigurjón Guðbjartsson                Skagaströnd                 meðstjórnandi

Steinar Skarphéðinsson             Sauðárkróki                  meðstjórnandi 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...