Sjávarútvegsráðstefnan „Hafsjór tækifæra“ - fjölmörg athyglisverð erindi - Landssamband smábátaeigenda

Sjávarútvegsráðstefnan „Hafsjór tækifæra“ - fjölmörg athyglisverð erindi


Dagana 6. og 7. september s.l. var haldin fjölmenn ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík um málefni sjávarútvegsins undir yfirskriftinni „Hafsjór tækifæra“.  Fjölmennið skýrðist þó ekki af því að þar hafi mætt til leiks flestir þeirra sem hæst hafa þessa dagana um fiskveiðistjórnun og málefni sjávarútvegsins almennt:  það skýrðist fyrst og fremst af góðri mætingu aðila úr greininni sjálfri. Ráðstefnan var öllum opin.
Þetta er áhyggjuefni fyrir þá sem starfa í sjávarútvegi.  Mikilvægi hans hefur sjaldan verið meira fyrir íslenskt þjóðarbú.  
Sé „Sjávarútvegsráðstefnan“ sett í leitarvél kemur upp ein frétt (mar.is) frá þessari ráðstefnu, þrátt fyrir að hátt í 700 hlekkir komi upp sem vísa til þess hvar og hvenær hún verði haldin.
Fjölmörg fróðleg erindi voru flutt á ráðstefnunni.  Þau er öll hægt að nálgast á heimasíðunni 
http://www.sjavarutvegsradstefnan.is/ 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...