Aðalfundir Sæljóns, Króks og Stranda - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundir Sæljóns, Króks og StrandaSvæðisfélög LS eru óðum að klára aðalfundi sína.  Fundirnir hafa gengið vel, mikill baráttuandi í trillukörlum og þeir staðráðnir í að vinna saman að bættu og öruggara starfsumhverfi.

Eftirfarandi aðalfundir hafa verið settir á dagskrá:


Sæljón

Aðalfundur Sæljóns - félags smábátaeigenda á Akranesi - verður haldinn í Jónsbúð föstudaginn 8. október.   Fundurinn hefst kl 20:00.

 

Krókur

Aðalfundur Króks verður haldinn í Þorpinu á Patreksfirði nk sunnudag 10. október.  Fundurinn hefst kl 13:00.

 

Strandir

Aðalfundur Stranda verður haldinn í Slysavarnafélagshúsinu á Hólmavík nk. sunnudag 10. október.  Fundurinn hefst kl 20:00.

 

Formaður LS og framkvæmdastjóri munu mæta á alla fundina.

Félagsmenn Sæljóns, Króks og Stranda eru hvattir til að fjölmenna á fundina og hafa þannig áhrif á það sem samþykkt verður að beina til 26. aðalfundar LS.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...