Aðalfundur Fonts - áhyggjur af grásleppu sem meðafla í flottroll - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur Fonts - áhyggjur af grásleppu sem meðafla í flottrollAðalfundur Fonts var haldinn á Þórshöfn 4. október sl.  Fjölmenni var á fundinum og hugur í fundarmönnum.   Flestar hinna 19 ályktanna sem samþykktar voru hlutu mikla umræðu og þrátt fyrir skoðanamun við upphaf voru þær flestar samþykktar með miklum mun.

Grásleppuveiðar vorum mikið ræddar, enda hefur grásleppan oft á tíðum verið aðal tekjulindin félagsmanna i Fonti.   Sl. vertíðar hefur grásleppuveiði verið talsvert undir meðallagi og kunna menn litlar skýringar á því.  Fram kom að grásleppa sem meðafli við flottrollsveiðar er orðið vandamál, grásleppa sem fyllti nokkur kör væri ekki óalgengt.  

 

Fontur.jpg

Meðal tillagna sem samþykktar voru til aðalfundar voru:

  • Fontur lýsir áhyggjum af aukinni grásleppu sem meðafla, sem nemur hundruðum tonna, í flottroll.
  • Krókaveiðar á ufsa verði gefnar frjálsar.
  • Stjórnvöld taki sig saman í andlitinu og vinni að sanngirnri heildarlausn á skuldavanda sjávarútvegsins.
  • Aðalfundur Fonts leggur til að línubátum stærri en 22 metrar verði óeimilar veiðar innan 6 mílna frá grunnlínupunktum.
  • Að strandveiðar á svæði C hefjist 1. júní og standi til 1. október. Heildarafli strandveiða verði reiknaður í þorskígildum.  Við umsókn um strandveiðileyfi tilgreini umsækjandi hvaða samfellt tímabil í mánuðum talið hann velji.  Að viðmiðunarafla til strandveiða verði skipt jafnt á hvern mánuð. 

 

Formaður Fonts er Jón Tryggvi Árnason Kópaskeri. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...