Heildarafli smábáta 75.966 tonn, verðmætin aldrei meiri - Landssamband smábátaeigenda

Heildarafli smábáta 75.966 tonn, verðmætin aldrei meiriÁ sl. fiskveiðiári varð afli smábáta 75.966 tonn sem er 2.500 tonna aukning milli ára.  Verðmæti aflans upp úr sjó sló öll fyrri met hvað krónutölu snertir, 19,1 milljarðar sem jafngildir útflutningsverðmætum uppá rúma 38 milljarða.

 

Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Arnar Pálssonar á aðalfundi LS.  Af heildaraflanum var um helmingur þorskur (38.131 tonn) sem jafngildir 22,8% af heildarþorskaflanum.   Ýsuafli smábáta varð 16.923 tonn sem er 24,7% af heildarýsuaflanum á fiskveiðiárinu.  Þá öfluðu smábátar 46% af öllum steinbít sem landað var eða 6.022 tonnum.

 

Afli smábáta á fiskveiðiárinu 2009:2010.pdf
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...