Hugmyndum um leigugjald harðlega mótmælt - Landssamband smábátaeigenda

Hugmyndum um leigugjald harðlega mótmæltÁ nýafstöðnum aðalfundi LS viðraði Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hugmyndir um útleigu aflaheimilda.  Málefnið var mikið rætt á aðalfundinum og eftirfarandi ályktun samþykkt:

 

„Aðalfundur LS mótmælir harðlega hugmyndum Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um að auka við aflaheimildir gegn leigugjaldi frá ríkinu.

Með þessari aðferðafræði er verið að kasta stríðshanska inn í atvinnugreinina og ein af afleiðingunum verða lakari kjör fjölda sjómanna.  Þá hyglir hún þeim sem selt hafa sig út úr fiskveiðunum, en eiga báta sína skuldlausa.

LS krefst þess að auknum aflaheimildum verði ráðstafað með sama hætti og gert hefur verið til þeirra sem nú stunda fiskveiðarnar og hafa, bótalaust, þurft að þola gríðarlegar skerðingar í helstu botnfisktegundum á undanförnum árum og misserum.“

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...