Er flottrollið að skaða grásleppustofninn? - Landssamband smábátaeigenda

Er flottrollið að skaða grásleppustofninn?Á aðalfundi LS var upplýst að mikið af grásleppu veiddist sem meðafli í flottroll við síld- og makrílveiðar.  Sjónarvottar sögðu frá heilu körunum fullum af grásleppu sem komið hefðu við löndun úr flottrollsskipum.  Grásleppuveiðimenn lýstu áhyggjum sínum vegna þessa og töldu brýnt að veiðieftirlit Fiskistofu hefði meira eftirlit með löndun þessara skipa.

  

Aðalfundur LS samþykkti eftirfarandi um málefnið:

„Fiskistofa (veiðieftirlit) safni upplýsingum um hversu mikið magn af grásleppu er landað sem meðafla úr uppsjávarveiðiskipum.   Fundurinn lýsir áhyggjum sínum vegna þeirra hundruða tonna af grásleppu, sem veiðist sem meðafli í flottroll.

Hermt hefur verið að umtalsvert magn grásleppu slæðist með í flottroll við síld- og makrílveiðar.“

 2 Athugasemdir

Ég get tekið undir þessar áhigglur,en þið sem ráðið ferðini í grásleppumálum hjá LS eruð líka að valda miklum skaða og jafnel ekki minni en flottrollið með þvi að berja það í gegn að menn veiði í 100 daga á hverju veiðisvæði,hvers vegna stendur á því að það séu ekki bara leifðir 50 dagar á hverju svæði fyrir sig og þar sé ekki veitt fleiri dagar en það.Þið eruð að láta veiða á svæðunum langt framm á hrigningartíman sem getur ekki talist mikið vit í.Hvers vegna þurfa ALLTAF enhverjir sérhópar að ráða ferð hjá LS með aðstoð stjórnarmanna þar á bæ? sama hvað það er vitlaust sem á að koma í gegn.Sérhópar í þessu dæmi eru þeir sem gera út tvo grásleppubáta.

Afsakið prentvillur hjá mér.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...