Er samningaleiðin innan seilingar? - Landssamband smábátaeigenda

Er samningaleiðin innan seilingar?Á ársfundi LÍÚ flutti Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ræðu.  Þar gerði hann skýrslu starfshópsins um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða að umtalsefni og þakkaði þeim sem að komu, síðan sagði ráðherra: 

 

„Ýmsir hafa undanfarið stigið fram og fundið skýrslu hópsins margt til foráttu en það þarf hins vegar ekki að koma á óvart að menn túlki einstaka þætti hennar út frá sínu hagsmunalegu sjónarhorni.  Ég er samt ekki í þeim hópi og segi að vel hafi tekist til miðað við aðstæður.“

 

Ekki er ólíklegt að ráðherra eigi þarna við það sem meirihluti starfshópsins leggur til það er „að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið með sjálfstæðri löggjöf sem taki hliðsjón af auðlindastefnu almennt er byggist á hugmyndum um samningaleið.“, eins og segir í kaflanum um úthlutun aflaheimilda.
 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...