Forstjórar þriggja stærstu lífeyrissjóðanna segja gjaldmiðlavarnir ekkert eiga skylt við spákaupmennsku - Landssamband smábátaeigenda

Forstjórar þriggja stærstu lífeyrissjóðanna segja gjaldmiðlavarnir ekkert eiga skylt við spákaupmennskuForstjórar þriggja stærstu lífeyrissjóðanna sendu nýverið frá sér grein um gjaldmiðlavarnir lífeyrissjóða.  Í greininni bera þeir af sér að sjóðirnir hafi stundað spákaupmennsku eða hreina „spilamennsku“ með fjármuni sjóðfélaga.  Þeir segja gjaldmiðlavarnir og gjaldmiðlastýringu lífeyrissjóða miða að því að verja verðmæti erlendra eigna gagnvart sveiflum í gengi gjaldmiðla. 

Þá segja þeir í greininnin að fullyrðingar og vangaveltur um að lífeyrissjóðir hafi aukið gjaldeyrisstýringu í aðdraganda bankahrunsins í von um skjótfenginn gróða engan vegin standast.  Ástæðurnar séu að framan af árinu 2008 hafi hlutfall sumra sjóða aukist í takt erlenda verðbréfaeign þar sem gerðir hefðu verið nýir samningar í kjölfar veikingar krónunnar og lækkandi verðs erlendra verðbréfa.

 

Sjá greinina í heild

2 Athugasemdir

Hvað töpuðu lífeyrissjóðirnir miklu á vogunarsjóðunum?

Virðulegu eigendur smábátaútgerðar, ég er mjög stoltur hvað ykkar forystumenn hafa haft hagsmuni ykkar að leiðarljósi. Það sést best á þessum skrifum sem hér eru á prenti. Ég sjálfur er undrandi hvaða vörn er í gangi.Þeir virðast pakka í vörn og hleypa ekki nokkrum að nema vinum sínum. Hugsið ykkur rök Árna Guðmundssonar framkvæmdarstjóri Gildis að hann þurfi hjálp á að halda frá mönnum sem koma lífeyrissjóð Gildis ekkert við, þarna sést best hvernig þetta samþjappaða vald gerir þegar þrengt er að þeim.
Örn Pálsson hefur staðið eins og klettur gegn þessum ofuröflum með sinni framgöngu með faglegu rökum. Það getið þið séð á vef Gildis lífeyrissjóðs.
Jóhann Páll Simonarson.
sjómaður.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...