Þorskur - óverulegar breytingar á verði og magni - Landssamband smábátaeigenda

Þorskur - óverulegar breytingar á verði og magniSamantekt á þorskafla og verði á mörkuðum á fyrstu tveim mánuðum fiskveiðiársins leiðir í ljós að óverulegar breytingar hafa orðið frá sama tímabili í fyrra.

 

Heildarveiðin nú endaði í 30.071 tonni en var 29.733 tonn í fyrra.

 

Verð á fiskmörkuðum hækkaði um 2,4% fór úr 328 kr/kg í 336 kr/kg.  Aftur á móti varð nokkur samdráttur magni, nú 16% minna selt af þorski, fór úr 4.059 tonnum í 3.412 tonn.

 

 

 

Unnið upp úr:

            fiskistofa.is

            rsf.is
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...