Útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna eykst um milljarð - Landssamband smábátaeigenda

Útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna eykst um milljarðÁ fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt út söltuð grásleppuhrogn fyrir rúma 1,8 milljarða.  Þetta er einum milljarði meira í útflutningsverðmæti en á sama tíma í fyrra.  Rúmlega níuþúsund tunnur eru á bakvið verðmætin nú sem er meira en helmingsaukning frá sl. ári. 


Verðhækkun milli ára í krónum talið er 44%.


78% útflutningsins fór til Danmerkur og Þýskalands, nánast sama magn til hvors lands.

 

 

Unnið upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...