Þorskurinn kemur vel út í haustralli - Landssamband smábátaeigenda

Þorskurinn kemur vel út í haustralliHafrannsóknastofnun hefur birt niðurstöður úr haustralli.  Heildarvísitala mældist fimmtungi hærri en 2009 og er vísitalan sú hæsta frá því farið var að mæla hana 1996.

Árgangar 2004, 2005 og 2006 sem allir sýndu slaka nýliðun hafa þroskast vel og er meðalþyngd þeirra sú mesta sem mælst hefur á 4ra, 5 og 6 ára fiski frá 2003.  Eru það sérlega ánægjuleg tíðindi þar sem þeir koma til með að bera uppi veiðina þar til árgangar 2008 (2 ára) 2009 (1 árs) koma inn í veiðarnar 2012 og 2013, en vísitala (fjöldi) þeirra eru þær hæstu sem mælst hafa í haustralli.  

 

Sjá nánar eftirfarandi úr skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar.

http://www.hafro.is/undir.php?ID=19&nanar=1REF=3&fID=11907


Þorskur.png 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...