Smábátaeigendur bæta við þekkingu sína - Landssamband smábátaeigenda

Smábátaeigendur bæta við þekkingu sínaNæst komandi laugardag útskrifar Verkmenntaskólinn á Akureyri 17 nemendur með vélastjórnarréttindi á bátum styttri en 12 metrar að skráningarlengd og með vélarafl minna en 750 kW.  Með því öðlast þeir réttindin smáskipavélaverðir.

Markmið námsins er að veita fólki haldgóða þekkingu og færni til að annast vélstjórn á smábátum við allar raunhæfar aðstæður.

Í fréttatilkynningu frá skólanum segir að með aukinni sókn minni báta hafi eftirspurn í þessi námskeið stóraukist, samfara aukinni bátaeign almennings á síðustu árum.

 VelgaeslunamskeidHopurI.jpg

Vélgæslunámskeiðin eru vel sótt.  Hér má sjá einn hópinn sem sótti sér réttindin;               smáskipavélavörður.  Kennarar eru Elías Þorsteinsson og Vilhjálmur Kristjánsson 


Námskrá:  Vélstjórn.pdf

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...