Ársaflinn yfir milljón tonn - Landssamband smábátaeigenda

Ársaflinn yfir milljón tonn


 

Heildaraflinn á síðasta ári varð 1.065 þús tonn sem er 6% minna en á árinu 2009.  

Uppsjávartegundirnar síld, loðna, kolmunni og makríll voru 54% af heildaraflanum eða 580 þús tonn sem er nánast jafnmikið og veiddist í þessum tegundum 2009.  Mest var veitt af síld 254 þús. tonn. 

Heildarafli í þorski varð 177,7 þús. tonn sem er 6% minna en 2009.  Af ýsu veiddust 64,8 þús. tonn sem er rúmlega fimmtungi minna en 2009.  Steinbítsaflinn endaði í 12,6 þús tonnum, rúmlega 17% minna en 2009.  Sömu sögu er að segja af ufsanum þar var samdrátturinn 12,5%, en alls veiddust 53,7 þúsund tonn af honum.

 

Unnið upp úr bráðabirgðatölum Fiskistofu. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...