GSM-kerfið dekkar NMT að langstærstum hluta - Landssamband smábátaeigenda

GSM-kerfið dekkar NMT að langstærstum hlutaÍ skýrslu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, sem dreift hefur verið á Alþingi, og fjallar um framkvæmd fjarskiptaáætlunar er m.a. fjallað um arftaka NMT-kerfisins.

Fjarskiptaáætlun 2005-2010 var samþykkt á Alþingi 9. desember 2005.  Í skýrslu ráðherrans er einkum gerð grein fyrir framvindu áætlunarinnar sem lítur að vinnu að framkvæmd á markmiðum hennar árin 2009 og 2010.

 

Í áætluninni var gert ráð fyrir að langdræg stafræn farsímaþjónusta stæði til boða um allt land og á miðum við landið eftir að Síminn hætti rekstri NMT-kerfisins 1. september 2010.  Raunin er sú að bæði Síminn og Vodafone hafa unnið að því að stækka verulega þjónustusvæði GSM kerfa sinna.  Fyrirtækin bjóða nú þjónustu á langstærsta hluta þess svæðis sem NMT kerfið þjónaði, segir í skýrslu um framkvæmd fjarskiptaáætlunar.


Öll skýrslan


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...