Hlutdeildarýsan uppurin hjá krókaaflamarksbátum - Landssamband smábátaeigenda

Hlutdeildarýsan uppurin hjá krókaaflamarksbátum


 

Hlutdeild krókaaflamarksbáta í ýsu er 15,1% sem skilaði þeim 5.909 tonnum í aflamark.  Athygli vekur að nú þegar aðeins eru liðnir rúmir fimm mánuðir af fiskveiðiárinu hafa þeir veitt 6.165 tonn eða 256 tonnum umfram hlutdeildarúthlutunina.  


Ýsuafli krókaaflamarksbáta er rúm 34% af heildarýsuaflanum það sem af er fiskveiðiárinu.


Þrátt fyrir stirðleika á leigumarkaðinum hafa krókaaflamarksbátar fært til sín 1.801 tonn af ýsu frá aflamarksskipum.  

 


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...