Loðnukvótinn aukinn um 20% - kemur ekki á óvart - Landssamband smábátaeigenda

Loðnukvótinn aukinn um 20% - kemur ekki á óvartVið mælingar á stærð loðnustofnsins sem hófust 4. febrúar sl. kom í ljós að stofninn er stærri en fyrri mælingar bentu til.  Fylgst var með loðnugöngum við austan- og sunnanvert landið og mældist veiðistofninn 608 þúsund tonn af kynþroska loðnu.  Þegar tekið er tillit til veiða er veiðistofninn því 788 þúsund tonn sem er rúmum 60 þús. tonnum meira en hann mældist í byrjun janúar.

Á grundvelli þessara mælinga hefur útgefinn veiðikvóti verið aukinn um 65 þúsund tonn í 390 þúsund tonn.

Að sögn smábátaeigenda á A- og S-landi kemur aukningin þeim ekki á óvart.  Þeir telja nú vera mun meira magn af loðnu á ferðinni heldur en undanfarin ár og vitna þá til viðbragða þorsksins.  Hann hafi í smátíma fúlsað við þeim kræsingum sem línan hefur boðið honum uppá.   Nokkur ár séu frá því það gerðist.

Picture 7.png

  

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...