LS mótmælir hugmyndum um að skylda slægingu úti á sjó - Landssamband smábátaeigenda

LS mótmælir hugmyndum um að skylda slægingu úti á sjóLS hefur sent inn athugasemdir við hugmyndir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um breyttar vigtarreglur, ísprósentu og slægingarstuðla.  Í megin atriðum er LS andvígt tillögunum.

 

Meðal þess sem fram kemur í athugasemdum LS er að félagið er sammála því að ísprósenta dagróðrabáta, þegar vigtað er á hafnarvog verði hækkuð, það tryggir enn betur að fiskurinn verði nægilega kældur og gæði tryggð.

 

LS mótmælir harðlega öllum hugmyndum um breytingar á slægingarstuðli svo og þvingunaraðgerðum um að landa afla dagróðrabáta slægðum.

 

 

Sjá  Aths. LS v. drög Vigtun.pdf

 

Sjá fyrri umfjöllun um málefnið 

 

 

 

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...