Fiskistofa taki á málum - Landssamband smábátaeigenda

Fiskistofa taki á málum


Undanfarna daga hafa verið fluttar fréttir af brottkasti við grásleppuveiðar.  Sú mynd sem upp hefur verið dregin er ófögur og helst að skilja að grásleppukarlar standi baki brotnu í því að henda þorski í hafið.  
Meðafli við grásleppuveiðar hafa þekkst allt frá upphafi og er óhjákvæmilegur fylgifiskur þessara veiða, sem flestra annarra. Þó að á blettum hafi nú í byrjun orðið vart við meiri þorsk á grásleppuslóðum er að öðru leiti ekkert óvanalegt við yfirstandandi vertíð.  

Fróðlegt verður að vita hversu mikið togararallið nýafstaðna mældi af þorski á grásleppumiðunum við landið, sérstaklega í ljósi þess að ekki er vitað til að færa hafi þurft eitt einasta grásleppunet til að hægt væri að taka eitthvað af togunum í rallinu.

Um helgina skoraði Fiskistofustjóri á sjávarútvegsráðherra að stöðva helst veiðarnar tímabundið.  
Með slíkri framkvæmd væri í raun verið að refsa öllum þeim sem stunda veiðarnar samkvæmt lögum og reglum.     
 
Í dag var frá því greint í fréttum útvarps að ólíklegt væri að sjávarútvegsráðuneytið myndi grípa til einhverra aðgerða og að það treysti Fiskistofu til að taka á málum ef hún teldi ástæðu til.

Grásleppuveidar strandir.png
 

2 Athugasemdir

Hvað verður um meðaflann sem er "óhjákvæmilegur fylgifiskur þessara veiða" ekki eru menn að landa honum þannig að
er þetta ekki bara rétt og satt sagt frá.

Það er ekki hægt að verja brottkast, og þeim sem það stunda á að refsa, hins vegar á ekki að refsa þeim sem landa öllu, með því að stöðva grásleppuveiðar. Menn sem segja að það eigi að stöðva grásleppuveiðar á meðan fiskurinn gengur yfir hafa nú ekki mikið vit á því sem þeir eru að segja. Ég ætla að vona að fiskurinn fari ekki neitt þannig að það verði góð veiði í sumar.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...