Flestir opnir bátar skráðir á Vestfjörðum - Landssamband smábátaeigenda

Flestir opnir bátar skráðir á VestfjörðumÍ hagtíðindum Hagstofu Íslands sem út komu 25. febrúar sl. var fjallað um fiskiskipastólinn í árslok 2010.  Þar er yfirlit um þróun flotans undanfarin ár, fjölda skipa, stærð þeirra, afl aðalvéla og skiptingu eftir landssvæðum.


Meðal þess sem fram kemur er að fiskiskipum á skrá Siglingastofnunar fjölgaði um 43 á árinu og er öll fjölgunin í flokki opinna báta.  Þeim fjölgaði um 51 og eru nú 807 talsins.  Vélskipum fækkaði um 7 og togurum um einn.  Alls voru fiskiskip í árslok 2010 1.625.

 

Flestir opnir bátar eru skráðir með heimahöfn á Vestfjörðum eða tæpur fjórðungur - 192 talsins.   Samanlagður fjöldi fiskiskipa minni en 25 tonn er 1.345 sem 83% heildafjöldans.  Stærð þessa flokks í brúttótonnum er hins vegar 9.514 tonn sem jafngildir 6,2% af stærð heildarflotans.  Þegar litið er til vélastærðar er heildarafl báta minni en 25 brt 172.659 kWött eða 37% af heildarvélarafli flotans.

 

Sjá nánar
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...