Gulllaxveiðar stöðvaðar - Landssamband smábátaeigenda

Gulllaxveiðar stöðvaðarJón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur bannað togveiðar á gulllaxi frá og með 7. mars nk.   Ástæðan er sú að aflinn er kominn framúr því sem Hafrannsóknastofnunin ráðlagði sem heildarafla.

 

Á yfirstandandi fiskveiðiári mælti Hafró með að gulllaxafli færi ekki fram úr 8000 tonnum sem var óbreytt frá tillögum stofnunarinnar í fyrra.   Veiði þá varð tvöfalt meiri, endaði í 15.960 tonnum og nú er aflinn kominn yfir 10 þús. tonn. 


Afli á gulllaxi var nokkuð jafn á tíu ára tímabili 1998/1999 til og með 2007/2008, þrjú til sex þúsund tonn.  Sl. þrjú fiskveiðiár virðist hins vegar verið hafin bein sókn í gulllax og veiðin verið að meðaltali tæp 12 þús. tonn.

Picture 13.png

Myndin sýnir gulllaxafla frá fiskveiðiárinu 1994/1995.  Eins og sjá má veiddist mest fiskveiðiárið 1997/1998 rúm 17 þús. tonn.

 

 

Aflatölur unnar upp úr

bráðabirgðatölum Fiskistofu  

1 Athugasemdir

this department best prom dresses best prom dresses . Women's Department Carefree Casuals women's clothing, replica rolex including dresses and women's accessories, plus size cocktail dresses plus size cocktail dresses will outfit you for every occasion. Find stylish , women's shirts, women's pants, women's jackets and more in an array of colors and designs. Shop Our Selection Of Active Wear, Casual Apparel & Other Specialty

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...