Strandveiðileyfi - þorskígildi á pari - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðileyfi - þorskígildi á pariVakin er athygli á að óheimilt er að veita bát leyfi til strandveiða hafi verið flutt frá honum meira aflamark en hann hefur flutt til sín á fiskveiðiárinu.  Hér er átt við þorskígildi og geta aðilar sem flutt hafa frá sér þorsk, keilu eða e-r aðrar tegundir parað sig með því að flytja til sín jafnmörg þorskígildi og uppfyllt þannig skilyrði fyrir að fá strandveiðileyfi.

 

Auk þessa er minnt á að eftir útgáfu leyfis til strandveiða er viðkomandi bát óheimilt að flytja frá sér veiðiheimildir umfram þær sem viðkomandi hefur flutt til sín.

 

 

Sjá nánar
 

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...