Krókaaflamarksbátar búnir með ýsuna - Landssamband smábátaeigenda

Krókaaflamarksbátar búnir með ýsunaFiskistofa hefur birt aflayfirlit og nýtingu aflaheimilda fyrir fyrstu sjö mánuði fiskveiðiársins.  Þar kemur meðal annars fram að krókaaflamarksbátar hafa fullnýtt aflaheimildir sínar í ýsu og gott betur en það.  Aflamark þeirra á fiskveiðiárinu er 6.942 tonn en á fyrrgreindu tímabili hafa þeir veitt 7.431 tonn.  Þeir eru því alfarið háðir leigukvóta úr aflamarkskerfinu til loka fiskveiðiársins, verði engar breytingar á leyfilegum heildarafla í ýsu.

 

Sjá nánar

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...