AIS kerfið og vefurinn - Landssamband smábátaeigenda

AIS kerfið og vefurinn


Það er óhætt að segja að nú sé af sem áður var, þegar flestir gátu átt sér sínar einkableiður og setið að þeim svo langtímum skipti.
Með tilkomu nýja sjálfvirka staðsetningatækisins, AIS (Automatic Identification System) opnuðust möguleikar sem vekur gleði margra, en gerir aðra harla ókáta.
Til að sjá í hnotskurn hvað við er átt er hægt að blikka á vefslóðina marinetraffic.com/ais/ en hún hefur verið splæst við heimasíðuna á takkanum „Áhugavert“ hér vinstra megin.

Þar er hægt að ná fram ótrúlegustu upplýsingum um ferðir skipa, staðsetningu, hraða, stefnu, tíma tilkynninga og siglingaferla.

Nú þýðir semsagt ekkert lengur að segja spúsu sinni að maður sé að fara í róður og bruna síðan austur fyrir fjall með félögunum í útreiðartúr eða hitt að laumast á sjó þegar maður hefur sagst ætla í að setja niður útsæðið.
Nú getur sú gamla nefnilega verið við tölvuna í landi, hvar sem er netsamband og fylgst með frá stundu til stundar.  
Sú kjaftasaga hefur flogið fyrir að sala á kökukeflum hafið farið hægt vaxandi undanfarið.  

Screen shot 2011-05-20 at 2.00.00 PM.png

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...