Kæling afla til fyrirmyndar - Landssamband smábátaeigenda

Kæling afla til fyrirmyndarMatvælastofnun (MAST) og Fiskistofa hafa hafið átak í að fylgjast með aflameðferð og hitastigi í lönduðum afla.  Stefnt er að því birta reglulega niðurstöður úr hitastigseftirliti.

 

Fyrsta birting hefur nú litið dagsins ljós og er það tímabilið 1. júní - 16. júní. Meðalhitastig í afla við löndun var 2,4°C.  Nánast engin dæmi voru um að afli kæmi óísaður að landi.

 

Fréttin á heimasíðu MAST lýkur með eftirfarandi orðum:  

„Eftirlit með aflameðferð og hitastigi í lönduðum afla mun halda áfram að fullum krafti í sumar og eru sjómenn hvattir til að byggja á þessari góðu byrjun og bæta kælingu og aflameðferð enn frekar“
 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...