Landsbankinn dæmdur til að leiðrétta lán - Landssamband smábátaeigenda

Landsbankinn dæmdur til að leiðrétta lán


 

Í dag féll dómur í Hæstarétti í máli Landsbankans hf. gegn þrotabúi Motormax ehf.  Tekist var á um kröfu bankans um greiðslu á lánsupphæð, þar sem bankinn hafði túlkað lánið gengistryggt erlent lán en skiptastjóri fyrirtækisins sagði að teknar hefðu verið krónur að láni og því óheimilt að verðtryggja með gengi erlendra gjaldmiðla.

Lánið, kr. 150 milljónir, var tekið 30. mars 2007 til 5 ára.  Krafa Landsbankans var að fjárhæð 275,9 milljónir.  Þeirri kröfu mótmælti skiptastjóri þrotabúsins og taldi hana vera 167,9 milljónir.   Máli sínu til stuðnings vitnaði hann til dóma Hæstaréttar frá 16. júní og 16. september 2010.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 26. nóvember 2010 og úrskurðaði dómurinn í málinu tæpum þremur mánuðum síðar.  Hann féllst á kröfu skiptastjóra Motormax ehf að óheimilt hafi verið að verðtryggja lánið með því að binda það við gengi erlendra gjaldmiðla.

Landsbankinn hf. kærði úrskurð Héraðsdóms til Hæstaréttar sem í dag staðfesti úrskurð Héraðsdóms.

 

Á aðalfundi LS í otóber sl. skýrði Örn Pálsson framkvæmdastjóri frá því að á fundi með Landsbankanum hefði honum verið greint frá því að það væri mat bankans að lán sem lánuð voru til fyrirtækja þar með talið smábátaútgerðarinnar féllu ekki undir dóm Hæstaréttar frá 16. júní 2010. 

Nú hefur Hæstiréttur hins vegar komist að annarri niðurstöðu sem smábátaeigendur fagna þar sem ljóst er að margir þeirra munu nú loksins fá leiðréttingu sinna mála.

Það er von LS að dómurinn hrindi af stað alsherjar leiðréttingu lána hjá öðrum lánastofnunum þar sem lán hafa verið greidd út í krónum.


Dómur Hæstaréttar

 

1 Athugasemdir

s Fall '09 RTW collection takes its inspiration from the natural beauty of the Egyptian landscape discount wedding dresses discount wedding dresses , little flower girl dresses little flower girl dresses and his shoe collection features five shoe styleswith names like Slither, Saunter, SheDevil replica rolex , Sand Strap and Strutalso created with Egyptian inspiration. Personally, I was never a fan of Siriano's designs (at least the ones that

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...