Landssambandið á „Hátíð hafsins“ - Landssamband smábátaeigenda

Landssambandið á „Hátíð hafsins“Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt.  Víða er boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og allt undirlagt í hátíðarhöldum.

 

Í Reykjavík er haldin „Hátíð hafsins“ sem er nú enn viðameiri en undanfarin ár.  Hátíðin hófst í dag og hápunkti nær hún á morgun á sjálfan sjómannadaginn.

 

Meðal þess sem er á dagskrá er kvikmyndasýning í boði Landssambands smábátaeigenda - „Þeir fiska sem róa“.   Myndin verður sýnd í kvikmyndasalnum Cinema No2, í verbúð nr. 2 við gömlu höfnina í Reykjavík.  


Screen shot 2011-06-04 at 2.06.26 PM.png

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...