Dragnótaveiðar bannaðar við Vestfirði - Landssamband smábátaeigenda

Dragnótaveiðar bannaðar við VestfirðiJón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð sem bannar dragnótaveiðar í innstu hlutum fjarða á Vestfjörðum.
  
Með reglugerðinni verður dragnótabátum lengri en 20 m, sem ekki hafa stundað veiðar á innfjörðum Vestfjarða, bannaðar veiðar innan línu sem dregin er frá Sauðanesvita milli Súgandafjarðar og Önundafjarðar, þaðan í Barða við sunnanverðan Önundarfjörð og síðan frá Fjallaskagavita við norðanverðan Dýrafjörð sjónhendingu í Kópanesvita sunnan Arnarfjarðar og áfram í Blakknes í sunnanverðu mynni Patreksfjarðar. 

Í reglugerðinni er einnig kveðið á um bann við dragnótaveiðum innan tiltekinna punkta í Hesteyrarfirði, Veiðileysufirði og Jökulfjörðum.  Í  Ísafjarðardjúpi eru dragnótaveiðar bannaðar innan Æðeyjar og Ögurhólma.

Sérreglur gilda um dragnótaveiðar báta 20 metra og minni.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...