Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur Smábátafélags ReykjavíkurSmábátafélag Reykjavíkur boðar félagsmenn sína til aðalfundar miðvikudaginn 14. september.  Fundurinn verður í húsnæði félagsins  í Suðurbugt (Verbúð 5) og hefst kl 20:00.


Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna til fundarins og taka þátt í að móta afstöðu félagsins í hinum ýmsu málum.  Þar má nefna fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, strandveiðar, grásleppumál ofl.


Alls lönduðu 95 bátar afla á árinu 2010 sem tilheyra félagsmönnum í Smábátafélagi Reykjavíkur, sem er fjölgun um tuttugu báta.

Formaður félagsins er Garðar Berg Guðjónsson.


Framkvæmdastjóri LS mætir á fundinn.


 


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...