Austurland, Fontur, Skalli, Reykjanes, Klettur halda aðalfundi - Landssamband smábátaeigenda

Austurland, Fontur, Skalli, Reykjanes, Klettur halda aðalfundiFimm svæðisfélög LS halda aðalfundi á jafnmörgum dögum frá miðvikudeginum 28. september til og með sunnudeginum 2. október.


Félag smábátaeigenda á Austurlandi
Fundurinn verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum.  Fundartími er miðvikudagurinn 28. september og hefst kl 17:00.
Formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi er Ólafur Hallgrímsson.


Fontur
Aðalfundur Fonts verður á Hótel Norðurljósi á Raufarhöfn.  Fundurinn verður fimmtudaginn 29. september og hefst kl 14:00.
Formaður Fonts er Jón Tryggvi Árnason.


Skalli
Smábátafélagið Skalli heldur aðalfund 30. september.  Skallamenn eru vanafastir með fundarstað og er engin breyting þar á.  Fundurinn verður í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki og hefst kl 14:00.
Formaður Skalla er Sverrir Sveinsson


Reykjanes
Smábátaeigendur á Reykjanesi halda aðalfund laugardaginn 1. október kl 17:00.  Fundurinn verður í Vitanum Sandgerði.
Formaður Reykjaness er Halldór Ármannsson


Klettur
Aðalfundur Kletts verður 2. október nk.  Fundarstaður verður veitingarstaðurinn Strikið á Akureyri og hefst fundurinn kl 14:00.
Formaður Kletts er Pétur Sigurðsson varaformaður LS

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...