LS á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum - Landssamband smábátaeigenda

LS á Íslensku sjávarútvegssýningunni í SmáranumÍslenska sjávarútvegssýningin 2011 stendur nú sem hæst.  Landssamband smábátaeigenda er þar með sýningarsvæði og hefur aðsókn þangað verið gríðarleg.  Látlaus straumur fólks að kynna sér það sem trillukarlar hafa fram að færa og gestgjafarnir sjálfir að hittast og ræða sín mál.

Allir gestir eru leystir út með bæklingi þar sem auk upplýsinga um LS er uppskrift af gríðarvinsælum rétti sem gestum er boðið upp á.  Megin uppistaðan í honum er gullið á þeim gula - hnakkastykkið sem fengið var frá Einhamar seafood í Grindavík.  Uppskriftin er hins vegar fengin frá Hrefnu Sætran eiganda Fiskmarkaðarins og landsliðs matreiðslumeistara. 

Meðal gesta á sýningarsvæði LS á fyrsta degi sýningarinnar var Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og forstjóri sýningarinnar Marianne Rasmussen.  Myndin sýnir þau gæða sér á þorskhnökkunum.

IMG_3682.jpg

Sýningunni lýkur á morgun laugardag, en þá er opið frá kl. 10:00 - 16:00.

 

1 Athugasemdir

this department. Women's Department Carefree Casuals women's clothing replica watches for sale , including dresses and women's accessories, will outfit you for every occasion. Find stylish, women's shirts, simple wedding dresses simple wedding dresses women's pants, women's jackets and more in an array of colors and designs. Shop Our Selection Of Active Wear replica rado replica rado , Casual Apparel & Other Specialty

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...