Þorvaldur Garðarsson á ÍNN - Landssamband smábátaeigenda

Þorvaldur Garðarsson á ÍNN
Í sumar hefur fv. sjávarútvegsráðherra Einar Kr. Guðfinnsson verið með viðtalsþætti á sjónvarpsstöðinni ÍNN.   Í þáttunum hefur verið leitast við að krifja málefni sjávarútvegsins og til þess hefur Einar fengið til sín góða gesti.  Þorvaldur Garðarsson formaður Árborgar og stjórnarmaður í Landssambandi smábátaeigenda var viðmælandi hans 11. ágúst sl.

Í viðtalinu kom Þorvaldur víða við - hvernig hann upplifði útgerð í aflamarkskerfinu og krókakerfinu, hvað væri að gerast á vettvangi smábátaútgerðarinnar, ástandið í hafinu og helstu fiskistofnunum, svo eitthvað sé nefnt. 


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...