Veiðar bannaðar á hrygningarsvæði steinbíts - Landssamband smábátaeigenda

Veiðar bannaðar á hrygningarsvæði steinbítsJón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið með reglugerð að banna veiðar á hrygningarsvæði steinbíts á Látragrunni.  Lokunarsvæðið er við hlið friðunarsvæðis sbr. reglugerð nr. 754/2010.  Veiðibannið tekur gildi á morgun 15. september og gildir til og með 15. nóvember nk.  


Í fréttatilkynningu sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur sent frá sér mun Hafrannsóknastofnunin rannsaka svæðið og meta þéttleika hrognaklasa steinbíts með neðansjávarmyndavél.   Rannsóknir sýna að hrygning steinbíts hefst í lok september en eggjaklasarnir eru botnlægir og því berskjaldaðir fyrir botnvörpuveiðum.Myndin sýnir lokunarsvæðin
Screen shot 2011-09-14 at 16.37.30.png 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...