Hrollaugur - makrílpottur til minni báta haldist óbreyttur - Landssamband smábátaeigenda

Hrollaugur - makrílpottur til minni báta haldist óbreytturAðalfundur Hrollaugs var haldinn 27. september sl.  Fundurinn var ágætlega sóttur og fjöldi spurninga sem vaknaði hjá Hornfirðingum.  Í umræðunni var m.a. komið inn á strandveiðar, línuívilnun, byggðakvóta, makrílveiðar og þrengingar á línuveiðar vegna reglugerðarlokana.
IMG_3786.jpg

Eftirfarandi vill Hrollaugur að rætt verði á aðalfundi LS:

  • Að línuívilun nái til allra dagróðrabáta og að LS beiti sér að krafti til að ná því fram.

  • Makrílveiðar.  Haldið verði fast í þann pott sem ætlaður er til makrílveiða minni báta. 

  • Geymsluréttur verði 20% í stað 15%.

  • Aðalfundur Hrollaugs mótmælir öllum reglugerðarhólfum fyrir línuveiðum út af Suðausturlandi. 
Greinargerð:   Reglugerðarhólfin eru út af smákeilu.  Leggjum við til að stærðarmörk á Keilu verði lækkuð, þannig að hægt sé að stunda línuveiðar frá Hornafirði með góðu móti.
 

Í lok fundar var kosið í stjórn Hrollaugs, hún er skipuð eftirtöldum: 
Arnar Þór Ragnarsson   formaður
Unnsteinn Þráinsson    gjaldkeri
Ívar Smári Reynisson    ritari
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...