Skalli - lífeyrissjóðir láni til þyrlukaupa - Landssamband smábátaeigenda

Skalli - lífeyrissjóðir láni til þyrlukaupaAðalfundur Skalla var haldinn á Sauðárkróki 30. september sl.  Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa sem innihélt m.a. yfirgripsmikla ræðu formanns félagsins Sverris Sveinssonar voru fjöldi mála rædd.

Þyrlumál hafa um langt skeið verið félaginu hugleikin og hafa tillögur þar um komið frá því undanfarin ár.  Fundurinn 30. september var þar engin undantekning eins og sjá má á eftirfarandi samþykktum. 

IMG_3817.jpg

  • Þorskveiðiheimildir verði nú þegar auknar í 250 þús. tonn.

Ennfremur verði ýsukvótinn aukinn í 60 þús. tonn og ufsaveiðar 

á handfæri gefnar frjálsar tímabilið 1. apríl - 31. ágúst.


  • Skalli styður hugmyndir um þyrlukaup sem fjármagnaðar verða með láni frá lífeyrisjóðunum.


  • Fyrirkomulag grásleppuveiða á vertíðinni 2012 verði með sama sniði á síðustu vertíð.

IMG_3818.jpg

  • Skalli lýsir miklum áhyggjum yfir óábyrgum veiðum flottrollsskipa.

Bent er á að skráning á meðafla er ábótavant og bendir félagið því  til rökstuðnings að aðeins 13 skip sem stunduðu flottrollsveiðar á makríl og síld á tímabilinum 1. júlí til 31. ágúst hafa skráð grásleppu sem meðafla.  


  • Skalli telur mikilvægi sjávarútvegsmála fyrir þjóðina gríðarlegt og því ekki tímabært að leggja ráðuneytið niður og sameina við atvinnuvegaráðuneyti.

 

  • Skalli lýsir fullum stuðningi við Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem tekið hefur  ákvarðanir sem hleypt hefur lífi í sjávarbyggðir landsins.

  • Skalli skorar á Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að láta opna hólf á Fljótagrunni fyrir handfæraveiðum.  Hólfi þessu var lokað 31.08.2010 með reglugerð nr. 678/2010 fyrir línu og handfæraveiðum.


 
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...