Snæfell - grásleppubátar fái leyfi til skötuselsveiða - Landssamband smábátaeigenda

Snæfell - grásleppubátar fái leyfi til skötuselsveiðaAðalfundur Snæfells var haldinn 25. september sl.  Trillukarlar alls staðar af nesinu fjölmenntu til fundarins og urðu ekki fyrir vonbrigðum ef marka má fundarsetu.  Fundurinn hófst á slaginu fimm og lauk kl. hálf ellefu þar sem hver einasti fundarmaður sat hann til enda.
Það einkenndi fundinn einnig hversu góð samstaða var meðal félagsmanna og skipti þá engu um í hvaða veiðikerfi þeir voru.  Krókaaflamarki, aflamarki, strandveiðum eða grásleppuveiðum.
IMG_3780.jpg

Aðalfundur Snæfells samþykkti eftirfarandi tillögur til aðalfundar LS.

  • Sjávarútvegsráðherra auki þorskkvótann í 250 þúsund tonn.
  • Mótmælt er banni við lúðuveiðum á haukalóð.
  • Flottrollsskip verði búin skilju til að flokka meðafla frá.
  • Ívilnun nái til allra krókabáta þ.m.t. handfærabáta sem stunda dagróðra.
  • Skorað á Hafró að endurskoða / emdurmeta lokun á reglugerðarhólfi á Breiðafirði vegna handfæraveiða.
  • Eigendur strandveiðibáta tilkynni fyrir 1. apríl ár hvert á hvaða svæði þeir ætli að veiða og greiða veiðigjald.  Deila skal heildafjölda báta í heildapottinn.  Þannig fari hver bátur með sinn skerf inn í viðkomandi svæðispott.  Pottinum verði skipt á 4 mánuði eins og núverandi fyrirkomulag er.IMG_3777.jpg
  • Á félagsgjöld til LS verði sett lágmark og hámark án þess að tekjur félagsins skerðist.
  • Bátar með grásleppuleyfi geti einnig fengið leyfi til skötuselsveiða innan 90 daga reglunnar.
  • Kjaraviðræðum verði framhaldið og auðlindagjaldið verði tekið fram hjá skiptum.
  • LS kanni hvernig sakamálum á vegum Fiskistofu vegnar.
Alexander Kristinsson Rifi var endurkjörinn formaður Snæfells

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...