Hærra hlutfall línuveiddrar ýsu - Landssamband smábátaeigenda

Hærra hlutfall línuveiddrar ýsuLS hefur tekið saman aflatölur í þorski, ýsu og steinbít fyrstu níu mánuði ársins og borið saman við tímabilið í fyrra.  Aflinn er minni í öllum tegundunum.  Mestur er samdrátturinn í ýsu 27,7%, 10,7% í steinbít og 2,5% í þorski.  Samanlagður afli í tegundunum þrem minnkar um 9,6% á milli ára.
Hlutdeild hvers útgerðarflokks í heildarafla hverrar tegundar breytist lítið milli ára, nema hjá krókaaflamarksbátum þar sem hún fer úr 19% upp í 21%.Fyrir sama tímabil var einnig skoðað hver er hlutur hvers veiðafæris.  Þar er áhugavert að sjá hversu hlutfall línuveiddrar ýsu hefur aukist milli ára.  Á fyrstu níu mánuðum þessa árs er þriðjungur allrar ýsu veiddur á línu en var 29% í fyrra. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...