Month: December 2011
-
Smábátaeigendur laga sig að breyttu umhverfi
Örn Pálsson ritaði leiðarann í BRIMFAXA, félagsblað LS sem út kom 20. desember sl. „Í allnokkurn tíma hafa heyrst gagnrýnisraddir í garð smábátaútgerðarinnar um að launþeginn hafi ekki kjarasamning við útgerðaraðilann. Þetta er eðlileg og réttmæt gagnrýni sem LS hefur mætt með velvild. Nú standa yfir viðræður félagsins við Sjómannasambandið, Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra…
-
Tekið verði mark á fiskifræði sjómannsins
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fjallaði í dag um ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að Hafrannsóknastofnunin fari yfir ráðgjöf sína er varðar aflamark í ýsu. Í fundargerð af fundinum er eftirfarandi bókað: „Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur farið fram á það við Hafrannsóknarstofnun, að hún fari nú þegar yfir ráðgjöf sína varðandi aflamark í ýsu…
-
Milljarðar í húfi – ýsuráðgjöfin yfirfarin
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur óskað eftir því við Hafrannsóknastofnunina að hún fari yfir ráðgjöf sína í ýsu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. LS hefur allt frá því ákvörðun var tekin um heildarafla á ýsu í ágúst sl. gagnrýnt hana. Þar hefur m.a. verið byggt á upplýsingum um aflabrögð, skyndilokanir og samtölum við sjómenn sem hafa áratugareynslu í…
-
Brimfaxi kominn út
BRIMFAXI félagsblað Landssambands smábátaeigenda – 2. tbl. þessa árs – 26. árgangur – kom út 20. desember sl. Blaðið er hlaðið góðu og forvitninlegu efni: • „Sækja löngu í Reykjanesröstina viðtal við Júlíus Sigurðsson • „Línuveiðar okkar stóriðja viðtal við Alexander Kristinsson • „Þurfum að grisja stofnana viðtal við Sveinbjörn Jónsson Örn Pálsson ritar…
-
Séreignasparnaður 2% í stað 4%
Vakin er athygli á að frá og með næstu áramótum tekur gildi tímabundin breyting á lögum er varða viðbótarlífeyrissparnað. Heimild launþega til að draga frá tekjuskattstofni, framlag sitt til séreignasparnaðar, lækkar úr 4% í 2%. Engin breyting verður á mótframlagi launagreiðanda, það helst óbreytt 2%. Breytt fyrirkomulag gildir næstu þrjú árin, en 1. janúar…
-
Áróður og blekkingar
Í jólablaði Fiskifrétta birtist grein eftir formann LS, Arthur Bogason, undir titlinum „Áróður og blekkingar’. Tilefni skrifanna var heimildarmynd sem sýnd var á RÚV nú nýverið og fjallaði um matvælaframleiðslu í Bandaríkjunum. Greinin er hér í heild sinni: Hún var hrollvekjandi heimildarmyndin sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu fyrir stuttu og fjallaði um stóru matvælaframleiðslufyrirtækin í…
-
„Óskrifað blað
Á föstudegi er vel við hæfi að bregða út af vananum. Í morgun leit við á skrifstofu LS Sveinbjörn Jónsson, sá hinn sami og skrifaði greinina „Á valdi óttans og er hér á síðunni. Þeir sem til þekkja vita að Sveinbjörn er afbragðs vel skáldmæltur og til efni eftir hann í þykka bók, væri því…
-
Kjaraviðræður – fleiri félög taka þátt
Kjaraviðræður LS og Sjómannasambandsins standa nú yfir. Í lok þriðja fundar félaganna var ákveðið að óska eftir þátttöku fulltrúa Félags skipstjórnarmanna og Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Félögin tóku vel í beiðnina og mæta til næsta fundar sem haldinn verður nk. miðvikudag 14. desember.
-
Skötuselur – 350 tonn öðru sinni
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2011/2012. Magnið sem úthlutað verður á grundvelli hennar eru 350 tonn. Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um úthlutunina sem skulu hafa borist henni eigi síðar en 15. desember 2011. Eyðublað fyrir umsókn: 01122011skotuselsumsokn.doc Reglugerð
-
Á valdi óttans – að veiða eða veiða ekki
Í helgarblaði Morgunblaðsins, 26. nóvember s.l. birtist grein eftir Sveinbjörn Jónsson frá Suðureyri, sem m.a. er fyrrverandi trillukarl. Fyrir all mörgum árum kynnti Sveinbjörn þá skoðun sína, eftir athuganir, að þorskstofninn í Barentshafi myndi verða stór og öflugur innan skamms, en þetta var á þeim tíma sem Norðmenn skulfu á beinunum yfir því að þorskstofninn…
