Á ráðstefnu innanríkisráðuneytisins og Skýrslutæknifélagsins - „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011?“ var tikynnt að Fiskistofa væri önnur tveggja stofnana hins opinbera sem bætt hefur vef sinn mest á sl. tveimur árum. Þá er vefur Fiskistofu í hópi 5 bestu ríkisstofnana á Íslandi.
Landssamband smábátaeigenda óskar Fiskistofu til hamingju með árangurinn.
Rétt er að nota hér tækifærið og benda lesendum á forvitnilega slóð á vef Fiskistofu þar sem hægt er sjá fyrirspurnir til stofunnar og svör við þeim.
Ég má til með að bæta við hve einstaklega er ánægjulegt að hafa samskipti við starfsfólkið hjá Fiskistofunni, hressilegt og glatt viðmót.