Ýsa - Hafró svarar ráðuneytinu - Landssamband smábátaeigenda

Ýsa - Hafró svarar ráðuneytinuÍ lok síðasta árs var fjallað um erindi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins til Hafrannsóknastofnunar um að stofnunin „skoði á nýjan leik grunn ráðgjafar sinnar hvað varðar ýsu“.   

Hafrannsóknastofnun hefur nú svarað ráðuneytinu.  Við lestur bréfsins er nokkuð ljóst stofnunin hefur ekki kafað djúpt í grunn ráðgjafarinnar hvað þá að leita eftir þróun á aflabrögðum það sem af er fiskveiðiárinu.  Er það miður þar sem milljarðar eru í húfi.

Athyglisverður er sá kafli bréfsins sem fjallar um upplifun sjómanna varðandi þróun á stærð ýsustofnsins.
„Afli ýsu á sóknareiningu, samkvæmt afladagbókum, hefur farið minnkandi á undanförnum árum.  Vegna breytinga í útbreiðslu ýsu er þessi minnkun þó mismikil eftir svæðum.  Verulega hefur dregið úr afla á sóknareiningu á Suður- og Austursvæði en á grunnslóð norðanlands hafa aflabrögð verið nokkuð óbreytt undanfarin ár.  Þannig geta breytingar á útbreiðslu haft áhrif á upplifun sjómannsins eða tilfinningu hans fyrir stærð stofnsins á hverjum tíma, háð því hvað veiðarnar eru stundaðar.  Varasamt getur því verið að draga ályktanir um heildarstofnstærð út frá staðbundnum breytingum á aflabrögðum.“.  

Í niðurstöðu bréfsins segir:  „Í ljósi framangreinds telur Hafrannsóknastofnunin ekki ástæðu til endurskoðunar á tillögunum um aflamark í ýsu fyrir fiskveiðiárið 2011/2012.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...