Grásleppuvertíðin - veiðidagar verða 50 - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppuvertíðin - veiðidagar verða 50Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um hrognkelsaveiðar fyrir komandi vertíð.  Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri reglugerð.  Meðal þeirra er breyttur veiðitími, en þó fjöldi veiðidaga verði óbreyttur 50, er tímabilið sem velja má þá daga stytt og verður nú 75 dagar.

Grásleppuvertíðin hefst 1. mars á svæði G - við Reykjanes sunnan við Garðskaga.   Byrjunartími annarra svæða verður 15. mars, utan svæðis D (Strandir að Skagatá) en þar hefjast veiðar 20. mars.   Þá er byrjunartími í innanverðum Breiðafirði óbreyttur 20. maí.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...