Snæfell boðar til félagsfundar - Landssamband smábátaeigenda

Snæfell boðar til félagsfundarSnæfell - félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi boðar félagsmenn sína til fundar á morgun fimmtudaginn 16. febrúar.   Fundurinn verður haldinn í Sögumiðstöðinni Grundarfirði og hefst kl 20:00.

Dagskrá fundarins verður helguð kjaraviðræðum sem nú standa yfir milli LS og SSÍ, FFSÍ og VM um kaup og kjör á smábátum.   Farið verður yfir stöðu viðræðnanna og hver næstu skref verða.
Mikilvægt er að félagsmenn fjölmenni til fundarins og viðri sín sjónarmið, sem er mikilvægur þáttur í gerð væntanlegs kjarasamnings.

Gestir fundarins verða:
Arthur Bogason formaður og Örn Pálsson framkvæmdastjóri.


Snæfell er stærst svæðisfélaga LS með 171 bát á félagaskrá sinni.
Félagssvæði Snæfells er Snæfellsnes til og með Borgarnes
Formaður Snæfells er Alexander Kristinsson
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...