Aflaverðmæti - vægi botnfisks minnkar - Landssamband smábátaeigenda

Aflaverðmæti - vægi botnfisks minnkarAflaverðmæti íslenskra skipa 2011 varð 153,3 milljarðar (134 kr/kg) sem er rúmum 21 milljarði meira en á árinu 2010.  Af því skiluðu Íslandsmið 137,9 milljörðum (125 kr/kg) og erlend mið 10% verðmætanna, 15,4 milljörðum (89 kr/kg).

Aflaverðmæti í úthafinu minnkaði lítilega eða um rúma þrjúhundruð milljónir, en verðmætaaukning á hvert veitt kíló jókst hins vegar mikið eða um 71%.  173 þús. tonn á síðasta ári skilaði því nánast sama aflaverðmæti og rúm þrjúhundruð þúsund tonn 2010.  

Eins og fyrri ár er þorskurinn langverðmætasta tegundin með 43,2 milljarða (255 kr/kg), sem jafngildir 31,3% af heildaraflaverðmæti á Íslandsmiðum.  Makríllinn var í öðru sæti með 18 milljarða (109 kr/kg) og karfi í þriðja sæti með 15 milljarða (264 kr/kg) í aflaverðmæti.  Vægi botnfisks í heildaraflaverðmæti minnkaði mikið milli ára var 77% 2010, en á síðasta ári voru tveir þriðju verðmætanna botnfiskur.   

Norsk íslenska síldin skilaði mestum verðmætum í úthafinu 8,8 milljörðum (70 kr/kg) sem er 57% heildarverðmæta þar, þorskurinn var næstur með 3,2 milljarða (253 kr/kg) og síld í þriðja sæti með 2,2 milljarða (110 kr/kg)


Unnið upp úr talnaefni Hagstofunnar

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...