Lögðu grásleppunetin á fyrsta degi - Landssamband smábátaeigenda

Lögðu grásleppunetin á fyrsta degiÍ dag var heimilt að hefja grásleppuveiðar á fimm veiðisvæðum, Faxaflóa, utanverðum Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi frá Skagatá og austur úr og suður að Hvítingum.  1. mars var heimilt að hefja veiðar við Reykjanes sunnan Garðskaga.

Grásleppa í ís.jpgFyrstur til að nýta leyfi sitt var eins og í fyrra Hafsteinn Sæmundsson á Trylli GK frá Grindavík.  Hafsteinn landaði í dag öðru sinni og var grásleppan sem fékkst mjög stór

og með góða hrognafyllingu.   Eins og sjá má fór vel um grásleppuna óskorna baðaða í ís í lágum körum. 


Hafsteinn sagðist aðspurður að 

Hafsteinn og Árni.jpg

nokkur áhætta væri að byrja svo snemma vegna þorsksins, en það væri heldur ekki gott að bíða þar sem reynsla undanfarinna ára sýndi að besta veiðin væri fyrstu daganna.   Myndin sýnir þá feðga

Hafstein og Árna í blíðunni í Grindavík, nýkomna úr róðri.


Alls höfðu 72 bátar leyfi til að leggja netin í dag og var ekki annað að heyra en flestir hefðu getað notfært sér þann rétt.  

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...